Hvalfjarðargöngin opnuð að nýju

Bíll sem skemmdist í slysinu.
Bíll sem skemmdist í slysinu. mbl.is/Björn Jóhann

Búið er að opna Hvalfjarðargöngin að nýju eftir að þeim var lokað í um 40 mínútur vegna slyss. Slys á fólki var minni háttar en nokkrir voru þó færðir til aðhlynningar að sögn talsmanns slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Tveir bílar lögðu af stað frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu en þeim var bent á að snúa við á leiðinni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Akraness var þetta þriggja bíla árekstur. Einn bílstjóri var að reyna að forða sér frá aftanákeyrslu og fór þannig utan í annan bíl á leið í sömu hátt. Bílarnir voru ekki á miklum hraða við áreksturinn. 

Mikil umferð hefur verið í gegnum göngin í dag og langar raðir myndast. Líklega eru margir á leiðinni í bæinn eftir helgarferðalög. Talsmaður slökkviliðsins segir það gríðarlega mikilvægt að fólk keyri rólega í gegnum göngin. 

Frá vettvangi. Göngunum hefur verið lokað.
Frá vettvangi. Göngunum hefur verið lokað. mbl.is/Björn Jóhann
mbl.is/Björn Jóhann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert