Efni til að stokka upp reksturinn

Pétur Georg Markan.
Pétur Georg Markan. mbl.is/Árni Sæberg

„Núna er kirkjan orðin sjálfbær um eigin rekstur í nýjum samningum við ríkið og það gefur tilefni til að stokka upp reksturinn,“ segir Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu.

Eins og mbl.is greindi frá var samþykkt á kirkjuþingi á mánudag að nýráðning­ar hjá þjóðkirkj­unni og Bisk­ups­stofu skyldu stöðvaðar tíma­bundið eða til 1. nóv­em­ber.

Fram kem­ur á vef kirkj­unn­ar að þetta sé gert vegna fjár­hags­stöðu kirkj­unn­ar. 

Pétur bendir á að ákvörðunin sé tekin í stærra samhengi. Verið sé að taka saman rekstur kirkjunnar og þessi ákvörðun sé tekin til að gefa þeirri vinnu rými til þess að endurskipuleggja rekstur.

„Mannauður skiptir kirkjuna gríðarlega miklu máli og ráðningar í ný störf sömuleiðis, en við lítum á að þetta sé tímabundin ákvörðun til þess að endurskipuleggja reksturinn til þess að við getum staðið myndarlega að nýráðningum í framtíðinni.“

mbl.is