Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar vegna Covid-19

Ríkisstjórnin kynnir nýjar sóttvarnaaðgerðir í Hörpu í lok mars.
Ríkisstjórnin kynnir nýjar sóttvarnaaðgerðir í Hörpu í lok mars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar í dag um afléttingu sóttvarna og aðgerða á landamærunum. 

Fundurinn fer fram í Safnahúsinu og hefst klukkan 11, strax að loknum ríkisstjórnarfundi. 

Greint var frá því í gær að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi skilað inn minnisblaði til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna áframhaldandi sóttvarnaaðgerða innanlands. Þórólfur hefur einnig sent ráðherra minnisblað er lýtur að landamærum Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert