Mannréttindi efst á baugi

Svetlana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi, þakkaði Íslandi allan þann …
Svetlana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi, þakkaði Íslandi allan þann stuðning sem landið hefur veitt stjórnarandstöðunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svetlana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi, fundaði með Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra í utanríkisráðuneytinu í morgun.

Í kjölfar fundarins héldu Ts­íkanovskaja og Guðlaugur stutt ávörp þar sem þau lögðu bæði áherslu á mikilvægi mannréttinda. 

Íslensk stjórnvöld sitja ekki aðgerðalaus hjá mannréttindabrotum

Guðlaugur sagði íslensk stjórnvöld gagnrýna stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi og kosningar sem voru þar í landi á síðasta ári. Þá sagði hann að íslensk stjórnvöld myndu áfram styðja stjórnarandstöðuna og að íslensk stjórnvöld myndu ekki sitja aðgerðalaus hjá mannréttindabrotum. 

Þá þakkaði Guðlaugur Ts­íkanovskaju sérstaklega fyrir styrk sinn og hugrekki í baráttunni gegn yfirvöldum í Hvíta-Rússlandi.

Ts­íkanovskaja þakkaði Íslandi allan þann stuðning sem landið hefði veitt stjórnarandstöðunni. Hún sagði að smæð landsins skipti ekki máli, stuðningur þess væri það sem skipti máli.

Ts­íkanovskaja nefndi að um 36 þúsund manns væru pólitískir fangar í Hvíta-Rússlandi, þar á meðal eiginmaður hennar sem hún hefur ekki séð í rúmt ár. Þá sagði hún að íbúar landsins upplifðu hvergi öryggi í landinu.

Sagði hún því mikilvægt að stjórnarandstaðan hefði stuðning landa þar sem lýðræði ríkti, sem styddi við mannréttindabaráttuna.

Ts­íkanovskaja sagði að lokum að hún myndi áfram berjast fyrir nýjum friðsamlegum kosningum í Hvíta-Rússlandi.

Svetlana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi fundaði með Guðlaugi Þór …
Svetlana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi fundaði með Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra í utanríkisráðuneytinu í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert