„Braggalykt“ af leikskólamálinu

Húsnæðið þykir í löku ásigkomulagi og ágreiningur er um kostnað.
Húsnæðið þykir í löku ásigkomulagi og ágreiningur er um kostnað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur áhyggjur af leikskólamáli Reykjavíkurborgar. Að hennar mati er um framúrkeyrslumál að ræða.

„Það er farið af stað með einhverja frumkostnaðaráætlun sem virðist bara vera gerð út í loftið. Síðan stenst hvorki eitt né neitt og þetta er komið hundruð milljóna fram úr áætlunun. Allt í sambandi við börnin okkar þarf að vera gert að vel ígrunduðu máli eins og sjá má af Fossvogsskólamálinu,“ segir Vigdís í Morgunblaðinu í dag.

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir ótímabært að tala um framúrkeyrslu og segir nýbyggingar ekki alltaf hentugustu lausnina: „Ég skil þau sjónarmið en ef við tökum til dæmis Kársnesskóla sem var rifinn fyrir nokkru síðan vegna mygluvandamála. Sá skóli er enn þá í færanlegu húsnæði. Þetta eru snúin mál. Þau mál sem varða myglu eru aldrei auðveld viðureignar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »