Ruslapoki með beinaleifum fannst við Kambana

Göngufólk fann poka með beinaleifum í hraungjótu ofan við Hveragerði …
Göngufólk fann poka með beinaleifum í hraungjótu ofan við Hveragerði í um kvöldmatarleyti í gærkvöldi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ruslapoki sem fannst við Kambana um kvöldmatarleyti í gær verður sendur til tæknideildar lögreglu í dag þar sem grunur leikur á að mannabein leynist í pokanum. 

„Við fengum tilkynningu um að það hafi fundist beinaleifar og einhverjir munir með,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is, en Vísir greindi fyrst frá. 

Fólk á gangi fann pokann í hraungjótu ofan við Hveragerði í um kvöldmatarleyti í gær. Pokinn er nú í vörslu Lögreglunnar á Suðurlandi en verður sendur tæknideild lögreglu í dag að sögn Odds. 

Ljóst er að beinin eru mjög gömul að sögn Odds, en lögregla getur ekki tjáð sig um fundinn eða munina sem voru í pokanum að svo stöddu.

Uppfært

Beinin reyndust ekki vera mannabein sbr. það sem kemur fram í þessari frétt.  

mbl.is