Banna drónaflug vegna komu Roosevelt

Herskipið USS Rossevelt.
Herskipið USS Rossevelt. AFP

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á bann við flugi dróna á tilteknu svæði vegna komu bandaríska herskipsins USS Roosevelt. 

Verður ekki heimilt að fljúga drónum innan 400 metra radíuss frá skipinu, bæði meðan það er innan íslenskrar landhelgi og meðan það liggur við Skarfabakka. 

Bannið gildir frá sunnudeginum 18. júlí til og með 22. júlí og verður í gildi allan sólarhringinn þessa daga. 

mbl.is