Tólf greindust með veiruna innanlands

mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls greindust tólf kórónuveirusmit innanlands í gær og voru fimm í sóttkví. Eins greindust 12 með veiruna á landamærunum. 

Fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum að ekki sé enn vitað hvert hlutfall bólusettra sé á meðal þeirra sem smituðust. 

Smitrakning stendur nú yfir, en eftir smit gærdagsins eru alls 340 í sóttkví og 97 í einangrun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina