Gosmóða yfir Færeyjum

Gosmóða sem er nú yfir Færeyjum er í útþynntri útgáfu …
Gosmóða sem er nú yfir Færeyjum er í útþynntri útgáfu af því sem er hér á landi. mbl.is

Gosmóða úr Geldingadölum lá yfir Færeyjum í gær.

„Þetta er í rauninni útþynnt útgáfa af því sem er hérna, þetta er gosmökkur sem hefur farið út á haf og hefur náð að ferðast með norðvestanáttinni til Færeyja,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Gos­móða frá eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um ligg­ur nú yfir höfuðborg­ar­svæðinu. Loft­gæði í Hafnar­f­irði og í ákveðnum hverf­um Reykja­vík­ur mæl­ast óholl fyr­ir viðkvæma. Víða ann­ars staðar á höfuðborg­ar­svæðinu eru loft­gæðin sæmi­leg.

Veður­stof­an hef­ur biðlað til þeirra sem eru viðkvæm­ir fyr­ir gasmeng­un að hafa hægt um sig.

Geta haft minni áhyggjur en Íslendingar

„Það sem er núna er eitthvað sem kemur utan að sjó og er búið að fá tíma til þess að hvarfast svolítið og þroskast en þetta er í rauninni alveg sama fyrirbæri og hérna,“ segir Birgir.

„Í svona stöðugu lofti eins og er búið að vera undanfarið yfir Íslandi og Færeyjum þá er þetta ekkert að fara upp í lofthjúpinn heldur ferðast bara svona lágt.“

Birgir segir þá gosmóðuna minni í Færeyjum þar sem hún hefur ferðast töluverða vegalengd, svo hún sé ekki í jafn háu gildi og hér á landi.

„Ég er ekki með það alveg á hreinu hvort þeir séu með mæla þarna þannig þeir eru kannski ekkert mikið að hafa áhyggjur almennt af þessum brennisteinsgufum. En í rauninni getum við sagt að þeir ættu að hafa minni áhyggjur en við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert