Reynt að verjast vatni í brekkunni

Varmahlíð. Unnið hefur verið að því að hlaða grjótgarð fyrir …
Varmahlíð. Unnið hefur verið að því að hlaða grjótgarð fyrir ofan húsin sem aurskriðan féll á nýverið. Ljósmynd/Lögreglan

Stefnt er að því eftir helgina að halda fund með íbúum í Varmahlíð í Skagafirði vegna aurskriðunnar sem féll þar á þrjú hús við Laugaveg fyrir um þremur vikum.

Hreinsunarstarf hefur staðið yfir og orsaka skriðunnar leitað. Verktaki hefur unnið við að hlaða grjótgarð í brekkunni fyrir ofan húsin, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér, en samkvæmt upplýsingum blaðsins fannst við hreinsunarstörfin önnur vatnsuppspretta í hlíðinni.

„Við vorum að fara að drena brekkuna þegar þetta gerðist og það er akkúrat það sem er verið að gera á svæðinu í dag. Við vissum ekki af þessum lindum eða uppsprettum þarna,“ segir Margeir Friðriksson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, við Morgunblaðið.

Talsvert tjón varð á húsunum eftir skriðuna og uggur í íbúum. Fram kom í Morgunblaðinu sl. fimmtudag að upplýsingafundi, þar sem fara átti yfir stöðu mála með íbúum Varmahlíðar, hefði verið slegið á frest, að því er fram kemur í Morgunblaðinu  í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert