Mikill fjöldi flutninga vegna Covid-19

Sjúkrabíll slökkviliðsins.
Sjúkrabíll slökkviliðsins. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 51 flutningi vegna Covid-19 síðasta sólarhringinn. Flutningar tengdir Covid-19 taka oftast lengri tíma en hefðbundnir flutningar með tilheyrandi undirbúningi og frágangi. 

Alls sinnti slökkvilið 142 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af var 31 forgangsflutningur. 

Þá sinnti slökkvilið fimm útköllum á dælubílum sem öll voru minni háttar. 

„Munum að faraldrinum er hvergi nærri lokið og tökum öll saman höndum við að ná honum niður með okkar persónulegu vörnum,“ segir í tilkynningu frá slökkviliðinu. 

mbl.is