Sérstæðar fágætar ljóðabækur

Skjóni Nínu Tryggvadóttur er á uppboðinu.
Skjóni Nínu Tryggvadóttur er á uppboðinu.

Fornbókasalan Bókin heldur nú uppboð á uppbod.is sem stendur til 8. ágúst næstkomandi, Alls eru 120 bækur eða bókapakkar boðnir upp að þessu sinni.

Þar á meðal er nokkuð af sérstæðum, fágætum og fallegum ljóðabókum, til að mynda eintak af bókinni Geislavirk tungl, sem er fyrsta bók Jónasar Svafárs, en eintakið er prentað á nótnablöð. Einnig eru á uppboðinu tölusett eintak af Það blæðir úr morgunsárinu eftir Jónas, áritað af honum, Klettabelti fjallkonunnar og Stækkunargler undir smásjá.

Fyrstu tvær ljóðabækur Einars Más Guðmundssonar eru á uppboðinu, einnig verkið Óskiljanleg kúla eftir Einar Melax í járnbandi, og einnig bækur hans Sexblaðasóley (misþyrmt af kú) og Lautinant Tómas Trélitabók.

Grágás í frumútgáfu frá miðri 19. öld verður boðin upp ásamt fleiri lagabókum, einnig Elding eftir Torfhildi Hólm, Hélublóm eftir Erlu, Skjóna Nínu Tryggvadóttur og Matreiðslubók Fjólu Stefáns frá 1916.

Boðið verður upp frumverk Þorvaldar Thoroddsen, Landfræðisaga Íslands, í vönduðu bandi svo dæmi séu tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert