Níu Covid-flutningar

Mjög annasamt hefur verið hjá slökkvliliðinu undanfarna daga.
Mjög annasamt hefur verið hjá slökkvliliðinu undanfarna daga. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur sinnt 19 sjúkra­flutn­ing­um það sem af er kvöldi. Þar af eru 9 flutn­ing­ar vegna Covid-19.

Annasamt hefur verið hjá slökkvliliðinu undanfarna daga og hafa svokallaðir Covid-flutningar þá oft verið stór hluti af þeim töluverða fjölda sjúkraflutninga sem slökkviliðið sinnir á hverjum sólarhring.

„Það er búið að vera stöðugt að gera hjá okkur í þessu í kvöld. Þetta er þá aðallega flutningur á fólki á milli hótela og heimila og þess háttar,“ segir Slökkviliðið í samtali við fréttastofu.

mbl.is