„Allt sem við óskuðum eftir“

270 konur hafa tilkynnt tíðaraskanir til Lyfjastofnunar.
270 konur hafa tilkynnt tíðaraskanir til Lyfjastofnunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lyfjastofnun hefur ákveðið að hefja sérstaka rannsókn á röskun á tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Fram kom í Morgunblaðinu á fimmtudaginn að stofnuninni hefði borist alls 270 tilkynningar sem sneru að þrettán einstökum aukaverkunum.

Markmið rannsóknarinnar er samkvæmt Lyfjastofnun að leita skýringa á orsökum þessa og veita þeim konum sem um ræðir stuðning og viðeigandi ráð. Gert er ráð fyrir að rannsóknin taki nokkrar vikur.

Óháðum sérfræðingum á sviði kvensjúkdóma-, fæðingar- og blóðstorkufræða verður falið að rannsaka tilfellin. Unnið er að því að skipa í hópinn. Þá kemur fram að framkvæmd rannsóknarinnar njóti stuðnings embættis landlæknis og sóttvarnalæknis.

Rebekka Ósk Sváfnisdóttir, sem vakti athygli á málinu og stofnaði facebookhóp fyrir konur með raskanir á tíðum í kjölfar bólusetningar, segist mjög glöð vegna tíðindanna. Hún fékk bréf frá landlækni í gærmorgun þar sem henni var tilkynnt ákvörðunin.

„Þetta er allt sem við vildum. Allt sem við óskuðum eftir,“ segir hún í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert