Annasamt hjá slökkviliðinu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 138 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 138 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti alls 138 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Þar af voru 50 flutningar tengdir Covid-19 og 38 forgangsútköll. 

Þá sinnti slökkvilið alls sex útköllum á dælubílum. Á meðal verkefna slökkviliðsins síðasta sólarhringinn var eldur í íbúðarhúsi í nótt og flutningur vegna slasaðrar göngukonu við Úlfarsfell. Ekki var um meiri háttar slys að ræða en aðgengi að sjúklingi var lélegt og þurfti því að kalla út björgunarsveitir auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert