Brotist inn á heimili

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað á heimili í Hlíðahverfi skömmu eftir klukkan 3 í nótt. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Talsvert var um að ökumenn væru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í nótt. 

Skömmu eftir klukkan 18 var bifreið stöðvuð í Hlíðahverfi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda. Skömmu fyrir klukkan hálfeitt í nótt var annar ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. 

Þá var ökumaður stöðvaður klukkan 2, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda. 

Klukkan 1:20 í nótt var ökumaður síðan stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og sölu fíkniefna. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu. 

mbl.is