108 smit innanlands

Sýnataka við Covid-19.
Sýnataka við Covid-19. AFP

108 kór­ónu­veiru­smit hafa greinst inn­an­lands eft­ir sýna­töku gær­dags­ins. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is. 

Þar af voru 38 í sóttkví og 70 utan sóttkvíar við greiningu, eða um 35 prósent greindra í sóttkví. Af þeim sem smituðust síðastliðinn sólarhring var einn óbólusettur.

Alls eru nú 1.304 í ein­angr­un og 1.937 í sótt­kví. Sextán eru á sjúkra­húsi með veiruna, en þeir voru fimmtán í gær. 

4.152 sýni voru tekin í gær, þar af voru 1.823 einkennasýni, 390 við landamæraskimun og 1.939 í sóttkvíar- og handahófsskimun.

Í fyrra­dag höfðu 67 smit greinst þegar töl­ur voru upp­færðar. Nú ligg­ur fyr­ir að 58 smit hafi greinst í fyrra­dag. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is