Víða safnast saman á góðri stund

Hellishólar. Fjölskylda og vinir Víðis Jóhannssonar staðarhaldara, aftast í halarófunni, …
Hellishólar. Fjölskylda og vinir Víðis Jóhannssonar staðarhaldara, aftast í halarófunni, bregða á leik við brekkusöng og varðeld sl. laugardagskvöld. mbl.is/Björn Jóhann

Nýafstaðin verslunarmannahelgi var haldin með breyttu sniði í ár þar sem hertar sóttvarnir innanlands settu strik í reikninginn. Engu að síður kom fólk víða saman á góðri stund og var á faraldsfæti um helgina.

Margir héldu helgina hátíðlega heima í stofu og nutu streymis frá tónleikum Helga Björns og brekkusöng í Herjólfsdal. Tæknilegir örðugleikar gerðu þó mörgum lífið leitt við áhorfið.

Fjölskylduhátíð var á Hellishólum í Fljótshlíð þar sem trúbador tróð upp og sungið var við varðeld. Öllum reglum um sóttvarnir var fylgt, að sögn Víðis Jóhannssonar á Hellishólum. Líf og fjör var á Akureyri þar sem öll tjaldsvæði fylltust snemma í byrjun helgarinnar.

Á laugardagskvöld sköpuðust þó nokkur vandræði á Hömrum er fólk flykktist inn á tjaldsvæðin eftir að skemmtanahaldi lauk í bænum. Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast og sinnti mörgum útköllum. Hins vegar var rólegt hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en fjölmargir Eyjamenn slógu upp tjöldum heima í görðum sínum og buðu þangað gestum, að því er  fram kemur í umfjöllun um viðburði helgarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert