Flutt á bráðadeild eftir reiðhjólaslys

Konan var flutt á bráðamóttöku.
Konan var flutt á bráðamóttöku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilkynnt var um reiðhjólaslys á Seltjarnarnesi um kvöldmatarleyti í gærkvöldi þar sem kona hafði dottið af hjóli sínu. Hún var með áverka á andliti og var flutt á bráðadeild Landspítala í kjölfarið. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í nótt. 

Flúði af vettvangi 

Tilkynnt var um umferðaróhapp í hverfi 108. Ökumaður vespu ók á ljósastaur og er talið að hjólið hafi síðan farið á kyrrstæða bifreið. Ökumaður vespunnar ók síðan á brott.

Greinileg ákoma er á bifreiðinni eftir hjólið er kemur fram í dagbók lögreglu. 

Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn á veitingastað í Höfðahverfi í Reykjavík.  Maðurinn er grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og þjófnað. Sá grunaði var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Ökumenn nokkurra bifreiða voru stöðvaðir í gær og í nótt sökum gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, hraðaakstur og prófleysis.

mbl.is