Meta ástand og frekara hjálparstarf undirbúið

Ólafur Loftsson flaug utan í nótt en í gær tók …
Ólafur Loftsson flaug utan í nótt en í gær tók hann saman föggur sínar fyrir þriggja vikna úthald á Haítí. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Frá fyrri verkefnum þekki ég aðstæður á Haítí og veit því hverju má búast við. Þetta er ögrandi verkefni, þar sem ég tek því sem að höndum ber,“ segir Ólafur Loftsson. Hann er einn liðsmanna UNDAC, viðbragðshóps Sameinuðu þjóðanna sem kalla má út í kjölfar náttúruhamfara, hvar sem er í veröldinni, til þess að leggja línur um uppbyggingu og aðstoð eftir fyrstu björgunaraðgerðir.

Haítí er nú í brennidepli. Nær 2.200 eru látnir og rúmlega 12 þúsund slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir í landinu 14. ágúst sl. Upptök skjálftans urðu um 160 km vestur af höfuðborginni Port-au-Prince. Skjálftinn mældist 7,2 að styrk, örlitlu meira en skjálftinn sem reið yfir eyjuna í byrjun árs 2010, en þá létust um 200 þúsund manns.

Ólafur var ræstur út í gærmorgun og flaug utan í nótt. Hann hafði gærdaginn til að taka saman föggur sínar og nauðsynlegan búnað. Þá flaug hann fyrst til Parísar, ætlar þaðan yfir Atlantshafið til Santo Domingo í Dóminíska lýðveldinu þaðan sem stutt flug er til Port-au-Prince.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert