Ógnaði engum með byssunni

Fjölbrautaskóli Suðurnesja í Reykjanesbæ.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Pilturinn sem mætti í Fjölbrautaskóla Suðurnesja með loftbyssu fyrir viku síðan og skaut úr henni á glerhurð var ekki að ógna neinum.

Þetta segir Guðlaug Pálsdóttir, skólameistari FS, í samtali við mbl.is.

Hún segir piltinn, sem er yngri en 18 ára, hafa hleypt skotinu af í mjög afmörkuðu umhverfi og að hann segi þetta hafa verið slysaskot.

Engin hræðsla greip um sig í skólanum, að hennar sögn, enda uppgötvaðist atvikið ekki fyrr en síðastliðinn mánudag.

Spurð hvort öryggismál verði endurskoðuð í kjölfar atviksins segir hún að farið verði yfir það sem gerðist með öryggisnefnd skólans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert