Hanna Björg og talskona Stígamóta funduðu með KSÍ

Hanna Björg og Steinunn við höfuðstöðvar KSÍ að loknum fundinum …
Hanna Björg og Steinunn við höfuðstöðvar KSÍ að loknum fundinum í dag. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segist hafa komið með skömmum fyrirvara á fund stjórnar KSÍ í dag. Ásamt henni var þar talskona Stígamóta, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir. Hanna vildi ekki tjá sig um afsögn Guðna Bergssonar að svo stöddu. 

Hún sagði fundinn hafa verið góðan og að stjórnin hafi hlustað á þau sjónarmið sem Steinunn og hún hafi viðrað: „Það var vilji til þess að hlusta á okkur, sem er mjög gott.“

Hanna Björg hratt af stað umræðu um kynferðisbrot innan knattspyrnusambandsins …
Hanna Björg hratt af stað umræðu um kynferðisbrot innan knattspyrnusambandsins fyrr í mánuðinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hönnu var boðið á fundinn síðdegis í dag og mætti í höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal hálftíma síðar. Hún vildi ekki greina frá því sem fram fór á fundinum. 

Hanna var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag þar sem hún gagnrýndi stjórnina harðlega og dró hæfi formannsins, sem nú hefur sagt af sér, í efa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert