Mál Arons og Eggerts fellt niður

Aron Einar Gunnarsson hefur ekki leikið fyrir íslenska karlalandsliðið síðan …
Aron Einar Gunnarsson hefur ekki leikið fyrir íslenska karlalandsliðið síðan í júní 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál sem snýr að knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni.

Þetta staðfesti Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Arons Einars, í samtali við mbl.is í dag.

Íslensk kona lagði fram kæru á hendur leikmönnunum tveimur á síðasta ári þar sem hún sakaði þá um nauðgun en umrætt atvik á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010 í landsliðsverkefni íslenska karlalandsliðsins.

„Þetta er eitthvað sem þeir eru búnir að vera bíða eftir og það var gott að fá þetta staðfest í dag,“ sagði Einar Oddur í samtali við mbl.is. 

Niðurstöðurnar eru í samræmi við það sem þeir hafa áður haldið fram um að þeir hafi aldrei brotið af sér eða beitt ofbeldi,“ bætti Einar Oddur við.

Áttu von á því að leikmennirnir sjálfir muni tjá sig eitthvað á næstu dögum?

„Ég get ekki svarað fyrir það né fyrir Eggert Gunnþór en það er ljóst að það er ýmislegt sem þarf að skoða í þessu, meðal annars hvernig haldið var á spilunum innan raða FH og KSÍ.

Í dag átti sér stað ákveðinn vendipunktur í málinu sem margir hafa verið að bíða eftir og við þurfum að bíða og sjá hver næstu skref verða,“ bætti Einar Oddur við í samtali við mbl.is.

Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson. Ljósmynd/Sigurður Ragnarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert