Hæstiréttur tekur mál Reynis gegn Arnþrúði fyrir

Reynir Traustason og Arnþrúður Karlsdóttir.
Reynir Traustason og Arnþrúður Karlsdóttir. mbl.is/Samsett mynd

Hæstiréttur samþykkti í gær að taka fyrir mál Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs, gegn Arnþrúði Karlsdóttur, eiganda og útvarpsstjóra Útvarps sögu. Landsréttur hafði áður snúið niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu við og sýknað Arnþrúði.

Mál Reynis gegn Arnþrúði snýst um þrenn ummæli sem hún viðhafði í útvarpsþætti og Reynir krefst að séu dæmd dauð og ómerk.

Héraðsdómur ómerkti tvenn ummæli Arnþrúðar

Héraðsdóm­ur­inn varðaði þrenn um­mæli sem Arnþrúður lét falla í út­varpsþætti. Hann ómerkti tvenn þeirra, það voru:

„Hvað held­urðu að hann hafi mörg manns­líf og fjöl­skyldu­ham­ingju á á sam­visk­unni? Bæði frá því sem rit­stjóri DV og rit­stjóri Stund­ar­inn­ar og þá stjórn­ar­formaður Stund­ar­inn­ar.“ 

„Hvað held­urðu að hann hafi mörg manns­líf á sam­visk­unni þar sem hann hef­ur lagt heilu fjöl­skyld­urn­ar og fólk í rúst út af at­huga­semda­kerf­um sem hann lét með lyga­f­rétt­um sem að eru fram­leidd­ar?“

Þá gerði Héraðsdómur Arnþrúði að greiða Reyni 300.000 krónur í skaðabætur.

Landsréttur taldi ummælin „ekki tilefnislaus með öllu“

Lands­rétt­ur komst að þeirri niður­stöðu að um­mæli Arnþrúðar hefðu falið í sér gild­is­dóm og lýst skoðunum frem­ur en staðhæf­ing­um um raun­veru­leg­ar staðreynd­ir miðað við sam­hengi orðanna.

Litið var til þess að Reyn­ir hefði verið gild­andi í fjöl­miðlaum­fjöll­un í ára­tugi og að „fjöl­miðlar und­ir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvöss­um og gagn­rýn­um hætti um menn og mál­efni líðandi stund­ar,“ sam­kvæmt dóm­in­um. Um­mæli Arnþrúðar væru því ekki „til­efn­is­laus með öllu“.

Lands­rétt­ur taldi um­mæl­in einnig hluti af þjóðfé­lagsum­ræðu um fjöl­miðla og net­miðla. Það væri nauðsyn­legt að játa fólki rúmt frelsi til að tjá sig um slíkt. Arnþrúður var sýknuð af öll­um kröf­um Reyn­is og máls­kostnaður felld­ur niður.

Gæti haft fordæmisgildi

Hæstiréttur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi, einkum hvað varðar mörk gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir. Af þeim sökum samþykkir Hæstiréttur að taka málið fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert