Hætta á gróðureldum á Austurlandi

Gott veður hefur verið á norðan- og austanverðu landinu í …
Gott veður hefur verið á norðan- og austanverðu landinu í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hætta er á gróðureldum á Austurlandi vegna mikilla þurrka undanfarið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Þar segir að vatnsból séu víða orðin vatnslítil. 

„Meðan ástand þetta varir eru íbúar og gestir í fjórðungnum hvattir til kveikja ekki opinn eld vegna hættu á gróðureldum. Þá er hvatt til að farið sé varlega í notkun gas- og kolagrilla sem og verkfæra sem neistað getur út frá á viðkvæmum svæðum, henda ekki logandi vindlingum í þurran gróður og svo framvegis,“ segir í færslunni. 

Sumarblíðan hefur leikið við íbúa Austurlands í allt sumar, sem hefur haft þessar afleiðingar.

mbl.is