Helgi áður lent í klandri á Facebook

Helgi Magnús Gunnarsson.
Helgi Magnús Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari, sem nýlega hefur verið á milli tannana á fólki vegna ummæla og frétta sem hann hefur tekið undir á samfélagsmiðlum með „læki“, hefur nokkrum sinnum áður lýst skoðunum sem fallið hafa í grýttan jarðveg. 

Ólöf Tara Harðardóttir, aðgerðarsinni og meðlimur Öfga, sakaði í gær Helga um að taka afstöðu gegn þolendum kynferðisofbeldis þar sem hann „lækaði“ færslu á Facebook sem hún telur sýna afstöðu gegn þolendum.

Sakaður um andúð gegn útlendingum

Helgi þvertekur fyrir þær ásakanir og segist ekki vera taka afstöðu heldur sé þetta aðeins stuðningur við tjáningarfrelsið þar sem báðir aðilar eigi rétt á því að skýra mál sitt.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Helgi lendir í klandri á Facebook en í umfjöllun Stundarinnar árið 2019 var Helgi sakaður um að bera út kynþáttahyggjuboðskap.

Gagnrýndi þungunarrofslöggjöf

Hann var einnig gagnrýndur fyrir að deila hugleiðingum sínum um sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs þar sem hann gagnrýndi harðlega þungunarrof eftir tuttugustu viku meðgöngu.

Miklar umræður hafa skapast á Twitter um samfélagsmiðlahegðun Helga, sem fer með ákæruvald fyrir hönd ríkisins. Meðal annars er sagt að það sé ekki furða þó að konur þori margar hverjar ekki að kæra kynbundið ofbeldi og/eða áreitni. 

Ekki náðist í Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.

Karen Kjartansdóttir, fyrrum fjölmiðlakona, bendir á fleiri skipti þar sem fjallað hefur verið um skoðanir og gjörðir Helga:


Gísli Marteinn Baldursson, þáttarstjórnandi hjá Ríkisútvarpinu, kallar eftir viðbrögðum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra: 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert