Kafarar festu línu í bílinn

Kafararnir að störfum.
Kafararnir að störfum. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Hópur kafara var sendur á vettvang í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um að bíll hefði farið í sjóinn við Nauthólsvík. 

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var bíllinn kominn um tíu metra frá bakkanum. Kafararnir festu línu í bílinn til þess að hægt væri að draga hann í land.

Í gærkvöldi var greint frá því í dagbók lögreglunnar að bíllinn hefði farið á bólakaf en ökumaðurinn komist á þurrt.

Varðstjórinn hafði ekki upplýsingar um líðan manneskjunnar sem var í bílnum en hún var komin þaðan út þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Slökkvilið fór einnig í útkall í Heiðmörk um þrjúleytið í nótt eftir að kveikt hafði verið í bílflaki sem þar var.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert