Hætt hefur verið við 100% hækkun á vanrækslugjaldi

Bílar streyma úr borginni.
Bílar streyma úr borginni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákveðið hefur verið að hverfa frá þeirri 100% hækkun á vanrækslugjaldinu sem lagt er á vegna óskoðaðra ökutækja.

Leggja átti þessa hækkun vanrækslugjaldsins á þá sem trassað hafa að færa ökutæki sín til skoðunar eða skrá þau úr umferð í meira en tvo mánuði frá því þeir fengu tilkynningu um upphaflega álagningu gjaldsins, en þeir máttu eiga von á 100% hækkun gjaldsins frá og með 7. september síðastliðnum. Hefði hækkunin að öllum líkindum þegar náð til yfir eitt þúsund eigenda óskoðaðra ökutækja.

Samgönguráðuneytið birti nýja reglugerð 6. september þar sem horfið er frá þessari 100% hækkun gjaldsins sem tiltekin var í reglugerð um skoðun ökutækja sl. vor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert