Ók 30 sinnum undir áhrifum á átta mánuðum

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Ljósmynd/Þór

Karlmaður var dæmdur í hálf árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku fyrir að hafa ekið 30 sinnum undir áhrifum ávana- og fíkniefna á átta mánaða tímabili. 

Brotin áttu sér stað reglulega frá 3. september 2020 til 23. maí 2021 en hann var sviptur ökurétti í desember 2020.

Ákærði játaði brot sín og var refsing hans milduð þar sem hann hafði ekki áður sætt refsingu. Þá var einnig litið til þess að ákærði hafði hætt neyslu áfengis og vímuefna og tekið ábyrgð á lífi sínu. 

Í dóminum kemur fram að lögregla hafi meðal annars lagt hald á útdraganlega kylfu, hnúajárn, 24,8 grömm af kókaíni, 3,52 grömm af amfetamíni og stunguvopn. 

Ákærði var dæmdur í sex mánaða fangelsi ásamt því að vera sviptur ökuréttindum í fimm ár. Þá skal ákærði greiða rúmar 350 þúsund krónur í málsvarsþóknun verjanda síns og rúmlega þrjár og hálfa milljón í annan sakarkostnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert