Skatturinn lokaði fimm félögum

mbl.is

Fimm félögum var lokað og önnur fimm hafa fengið viðvörun í þá veru það sem af er árinu eftir vettvangseftirlit skattsins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá skattinum hefur 1.371 fyrirtæki verið heimsótt til þessa og voru engar athugasemdir gerðar í 67% tilvika, það er hjá 915 fyrirtækjum. Í 122 heimsóknum voru gerðar munnlegar athugasemdir og leiðbeiningar gefnar því til samræmis.

Veitt hafa verið 54 tilmæli um úrbætur og hafa þau tilmæli verið ítrekuð í 15 skipti.

Samkvæmt upplýsingum frá skattinum hafði heimsfaraldurinn þau áhrif á eftirlitið að heimsóknum í fyrirtæki hefur fækkað töluvert frá því sem var, áður en faraldurinn skall á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert