Bíll Unnar enn ekki fundinn

Unnur er vongóð um að bíllinn muni finnast á næstu …
Unnur er vongóð um að bíllinn muni finnast á næstu dögum. Ljósmynd/Saga Sig

„Það er ótrúlegur samtakamáttur í fólki og það eru margir að hjálpa mér að deila þessu. Ég held að með því að hafa augun opin komi hann í leitirnar á endanum.“

Þetta segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona í samtali við blaðamann mbl.is. 

Bílnum hennar, af gerðinni Toyota Rav4, var stolið í gær fyrir utan Þjóðleikhúsið og hefur ekki fundist síðan.

Einhver sorgarsaga

Yfir 150 manns hafa deilt Facebook-færslu sem hún birti í gær og segist Unnur vera gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið. 

Henni finnst ólíklegt að bíllinn sé nógu verðmætur til þess að það sé hagstætt fyrir innbrotsþjófana að flytja bílinn úr landi og er því vongóð um að bíllinn muni finnast á næstu dögum.

„Ég hef miklu meiri trú á því að þetta sé einhver sorgarsaga.“

mbl.is