Hundruð komu saman í Herjólfsdal

Brenna þjóðhátíð fjósaklettur
Brenna þjóðhátíð fjósaklettur mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Veður var still og hlýtt þegar kveikt var á þjóðhátíðarbrennunni á Fjósakletti í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Mörg hundruð manns mættu í Dalinn til að fylgjast með þegar kveikt var í brennunni.

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, spilaði og söng.
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, spilaði og söng. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Árgangur 1971 er með árgangsmót um helgina og var búinn að stilla sér upp bak við Herjólfsbæinn þar sem árgangsbróðirinn Róbert Marshall lék og spilaði á gitar þar sem sungin voru ýmis þjóðhátíðarlög og allur árgangurinn söng með.

mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Brennan var fljót að brenna og var öll fallin þegar klukkustund var liðin frá því að kveikt var í henni og fólk hélt heim á leið.

Eins og áður hefur komið fram var Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár fyrst frestað og að lokum aflýst vegna samkomutakmarkana. Einnig þurfti að aflýsa hátíðinni í fyrra.

Það var mikil stemmning í Herjólfsdalnum í gær.
Það var mikil stemmning í Herjólfsdalnum í gær. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is