Drógu 14 tonna dælubíl til styrktar Píeta

Slökkviliðið ýtti og dróg dælubílinn.
Slökkviliðið ýtti og dróg dælubílinn. mbl.is/Arnþór

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lét sitt ekki eftir liggja í áheita söfnun fyrir góðan málstað, gegn hlaupi í dag, líkt og fjölmargir Íslendingar sem ýmist hafa hlaupið tíu kílómetra, hálfmaraþon eða maraþon. 

Dælubíllinn vegur um fjórtán tonn.
Dælubíllinn vegur um fjórtán tonn. mbl.is/Arnþór

Starfsmenn slökkviliðsins hlupu mörg tíu kílómetra ásamt því að nokkrir þeirra tóku sig saman og drógu fjórtán tonna dælubíl slökkviliðsins rúmlega þrjá kílómetra á Seltjarnarnesi. 

Margt smátt gerir eitt stórt.
Margt smátt gerir eitt stórt. mbl.is/Arnþór

Áheit slökkviliðsins munu renna til Píeta samtakanna, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

Áheit slökkviliðsins renna til Píeta samtakanna.
Áheit slökkviliðsins renna til Píeta samtakanna. mbl.is/Arnþór

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert