Um 250 manns hlupu í Domino's-hlaupinu

Feðgarnir Þórarinn Bjarki Sveinsson og Sveinn Bjarki Þórarinsson (10km) ásamt …
Feðgarnir Þórarinn Bjarki Sveinsson og Sveinn Bjarki Þórarinsson (10km) ásamt Arnari Karlssyni, sem fór hálfmaraþon. Ljósmynd/Ívar Trausti Jósafatsson

Domino's-hlaupið svokallaða var haldið í dag, til þess að gefa hlaupaunnendum kost á því að taka þátt í hlaupi nú þegar Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka var aflýst vega veirunnar. Um 250 þáttakendur hlupu ýmist maraþon, hálfmaraþon eða 10 kílómetra. 

Ívar Trausti Jósafatsson er einn skipuleggjenda hlaupsins. 

„Við vildu bara gefa fólki færi á því að taka þátt í svona hlaupi af því hinu var frestað. Það voru sennilega um 250 manns hérna í dag og flestir voru mjög ánægðir með að geta tekið þátt í hlaupi eins og þessu þar sem er almennileg tímataka,“ segir Ívar í samtali við mbl.is. 

Úrslit

Maraþon (42km)

Karlaflokkur:

  1. Reynir Grétarsson, 02:57:11
  2. Adam Komorowski, 03:18:05
  3. Magnús Orri Einarsson, 03:24:48

Kvennaflokkur:

  1. Guðrún Harðardóttir, 03:46:41
  2. Eva Skarpaas, 03:53:20
  3. María Rúnarsdóttir, 04:10:28

Hálfmaraþon (21km)

Karlaflokkur:

  1. Hákon Jónsson, 01:19:30
  2. Björn Snær Atlason, 01:20:05
  3. Gísli Helgason, 01:21:10

Kvennaflokkur: 

  1. Elín Edda Sigurðardóttir, 01:27:13
  2. Linda Heiðarsdóttir, 01:31:26
  3. Eygló Traustadóttir, 01:46:45

10 kílómetra leið

Karlaflokkur: 

  1. Reimar Pétursson, 00:36:59
  2. Hlöðver Jóhannsson, 00:38:44
  3. Egill Tómasson, 00:39:26

Kvennaflokkur: 

  1. Fríða Rún Þórðardóttir, 00:41:01
  2. Íris Sverrisdóttir, 00:47:25
  3. Birgitta Úlfarsdóttir, 00:47:49
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert