25 greindust innanlands – 11 í sóttkví

Heilbrigðisstarfsmaður á Filippseyjum gengur fram hjá sjúklingi sem talið er …
Heilbrigðisstarfsmaður á Filippseyjum gengur fram hjá sjúklingi sem talið er að sé með Covid-19. AFP

25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 11 í sóttkví. Þetta kemur fram á Covid.is. 

Níu eru á sjúkrahúsi með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. 

309 eru núna í einangrun, sem er fækkun um 45 frá síðustu tölum. Þar af eru 187 manns í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, 27 á Suðurlandi, 20 á Austurlandi og 19 á Suðurnesjum. 

992 eru í sóttkví, sem er aftur á móti fjölgun um 227. 

Eitt smit greindist á landamærunum og er beðið eftir mótefnamælingu í því tilviki. 

Tekin voru 2.202 sýni, þar af 1.333 vegna landamæraskimunar 1 og 2. 

14 daga nýgengi smita innanlands á hverja 100.000 íbúa er komið niður í 105,5. Nýgengið á landamærunum er 6,3. mbl.is