46 greindust innanlands – 22 í sóttkví

Frá skimun vegna kórónuveirunnar á Suðurlandsbraut.
Frá skimun vegna kórónuveirunnar á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

46 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 22 í sóttkví. Þetta kemur fram á Covid.is. Níu eru á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. 

336 eru núna í einangrun, sem er fjölgun um 27 á milli daga. 1.111 manns eru í sóttkví og er það fjölgun um 119 frá því í gær. 

Þrjú smit greindust á landamærunum og er beðið eftir mótefnamælingu í öllum tilvikunum. 

Tekin voru 2.953 sýni, þar af 1.338 vegna landamæraskimunar. 

213 eru núna í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, sem er fjölgun um 26 á milli daga. Næstflestir eru í einangrun á Suðurlandi, eða 25, og á Austurlandi eru 22 í einangrun.  

14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa hækkar frá því í gær og er komið í 111,3. Nýgengið á landamærunum er það sama, eða 6,3. mbl.is