Fjórir eru látnir í umferð á árinu

Slysaskiltið við Suðurlandsveg.
Slysaskiltið við Suðurlandsveg. mbl.is/Sigurður Bogi

Ekki hefur gerst í áratugi að meira en 200 dagar líði milli banaslysa í umferð á Íslandi, eins og nú er raunin. Síðasta slys varð 17. febrúar sl. þegar ekið var á gangandi vegfaranda í Urriðaholti í Garðabæ og síðan eru 216 dagar. Alls hafa á árinu fjórir látist í umferðinni í þremur slysum, rétt eins og sést á slysaskiltinu svonefnda sem er við Suðurlandsveg í Svínahrauni.

Síðasta langa tímabil án banaslysa var 171 dagur; frá 28. ágúst 2017 til 15. febrúar 2015. Þetta er skv. slysaskráningargrunni Samgöngustofu sem nær aftur til 1985. „Þetta ár lítur betur út en oft áður hvað fjölda dauðaslysa viðvíkur, þó að fjórir látnir séu vissulega fjórum of mikið,“ segir Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu í samtali við Morgunblaðið.

„Fækkun ferðafólks í tengslum við faraldurinn hefur þarna áhrif og rólegri taktur í þjóðfélaginu almennt af af sömu orsökum. Því má segja að faraldrinum hafi fylgt jákvæð þróun að þessu leyti. Þó er óvarlegt að hrósa sigri því tölurnar geta breyst hratt,“ segir Þórhildur ennfremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »