44 kórónuveirusmit greindust um helgina

Alls greindust 44 kór­ónu­veiru­smit innanlands um helgina, 24 í gær og 20 á laugardag. Þá greindust 39 smit á föstudag. 9 eru á sjúkra­húsi veikir af Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. 

Alls voru 24 utan sóttkvíar við greiningu um helgina og 16 á föstudag. Bólusetningarstaða hinna smituðu hefur ekki verið gefin út.

5 kórónuveirusmit greindust á landamærunum um helgina og sex á föstudag. Mótefnamælingar er beðið í tveimur tilvikum.

14 daga nýgengi innanlands á hverja 100.000 íbúa stendur nú í 114,3. Nýgengið á landamærunum er nú 5,5.

908 eru í sóttkví, 341 í einangrun og 454 í skimunarsóttkví.

Tæplega 4.000 sýni voru tekin um helgina og tæplega 3.000 til viðbótar á föstudag.

Hlutfall jákvæðra einkennasýna var í hærra lagi á laugardag eða 4,72% en það var lægra á sunnudag og föstudag og var þá rúm 2%. Hlutfall jákvæðra sýna úr landamæraskimun var ívið lægra eins og vant er. 

Fréttin hefur verið uppfærð

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert