Ný aðgerðaáætlun gegn peningaþvætti

AFP

Stjórnvöld hafa gefið út aðgerðaáætlun um spornun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir árin 2021-2023. Nýja aðgerðaáætlunin er gerð með hliðsjón af helstu ógnum og veikleikum sem nýlegt áhættumat ríkislögreglustjóra hefur leitt í ljós.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Um er að ræða endurskoðun fyrri aðgerðaáætlunar, enda ber lögum samkvæmt að endurskoða aðgerðaáætlunina reglulega. Það verður næst gert árið 2023 þegar nýkynnt aðgerðaáætlun fellur úr gildi.

„Í fyrri hluta aðgerðaáætlunarinnar er farið yfir afdrif þeirra aðgerða sem ráðlagt var að grípa til í aðgerðaáætlun 2019-2021. Í síðari hlutanum er síðan að finna þær aðgerðir sem ráðlagðar eru til að bregðast við niðurstöðum endurskoðaðs áhættumats ríkislögreglustjóra,“ segir í tilkynningu stjórnvalda.

Dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, skipaði starfshóp sem kom að endurskoðun …
Dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, skipaði starfshóp sem kom að endurskoðun aðgerðaáætlunarinnar. mbl.is/Hjörtur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert