Í alþingiskosningunum í september stóð hverjum og einasta kjósanda í Reykjavíkurkjördæmunum til boða að fá sinn eigin blýant. Fjöldi blýantanna hlýtur því að nema um 91 þúsund þar sem á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum eru samtals um 91 þúsund manns.
Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, segir kostnaðinn við innkaupin hafa numið um einni milljón. Blýantar þessir voru keyptir fyrir forsetakosningarnar í fyrra og nýttust síðan aftur í ár.