Íslendingur vann 1,8 milljónir

Lottó
Lottó

Tveir heppnir norðmenn voru með allar tölurnar réttar í Víkingalottó kvöldsins og fá þeir hvor í sinn hlut 10,6 milljónir króna. Einn Íslendingur var með fimm tölur réttar af sex og fær í sinn hlut tæplega 1,8 milljónir króna. Vinningsmiðinn var keyptur á N1 Selfossi.

Einn Íslendingur var þó með allar tölurnar réttar í jókerútdrætti kvöldsins. Sá var með miðann í áskrift og fær í sinn hlut tvær milljónir króna. Loks var einn Íslendingur, sem keypti sinn miða í Lottó appinu, með fjórar jókertölur af fimm réttar og fær fyrir það 100 þúsund krónur.

Vinningstölur kvöldsins: 2, 15, 20, 30, 36 og 46. Víkingatalan var 2.

Jókertölur kvöldsins: 7, 5, 8, 2 og 6.

mbl.is