Kona fannst látin eftir eldsvoða í Hafnarfirði

Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kona á sjötugsaldri lést í bruna sem varð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í nótt. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað um eldsupptökin en málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Talsverður reykur var í íbúðinni þegar slökkviliðið kom á staðinn og gekk greiðlega öll vinna í kringum eldinn. Konan fannst látin þegar að var komið. Hún bjó ein í íbúðinni.

Aðrir íbúar í fjölbýlishúsinu fengu aðstoð frá Rauða krossinum við gistingu og áfallahjálp.

Uppfært kl. 7.28:

Fram kemur í færslu slökkviliðisins á Facebook að reykur hafi borist inn í aðrar íbúðir fjölbýlishússins: 

mbl.is