Atvinnuleyfum fyrir leigubíla fjölgað í tíu

Leigubíll.
Leigubíll. mbl.is/​Hari

Samgöngustofa hefur lagt til fjölgun atvinnuleyfa til leigubifreiðaraksturs í Árborg um tvö.  

Í dag er hámarksfjöldi atvinnuleyfa í sveitarfélaginu átta og verða þau því tíu talsins nái tillagan fram að ganga. 

Þetta kemur fram í samráðsgátt stjórnvalda.

Samkvæmt reglugerð um leigubifreiðar setur ráðherra, að fengnum tillögum Samgöngustofu, nánari reglur um fjölda leigubifreiða á ákveðnum svæðum að fenginni umsögn viðkomandi sveitarstjórna, héraðsnefnda og félaga leigubifreiðastjóra.

mbl.is