Fiðlukónguló leyndist í vínberjaklasa

Fiðlukónguló með eggjasekk.
Fiðlukónguló með eggjasekk. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Fiðlukónguló barst starfsmönnum á Náttúrufræðistofnun nýlega. Hún hafði hreiðrað um sig í vefhjúp inni í rauðum vínberjaklasa og var þar með eggjasekk, greinir Erling Ólafsson skordýrafræðingur frá á fésbókarsíðu sinni, Heimur smádýranna.

Hann hefur nýverið fjallað um kranskónguló og svartekkju og segir það ekki ætlan sína að hrella fólk, en fá kvikindi þyki honum jafn aðdáunarverð og kóngulær.

Erling segist hafa valið nýjustu kóngulónni íslenska heitið, fiðlukónguló, vegna fiðlulaga merkis á baki höfuðbols. Af henni fari illt orðspor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »