Mæta oft niðurlægjandi hindrunum og útilokun

Þetta kemur fram í niðurstöðum rýnihóparannsóknar sem kynntar voru á …
Þetta kemur fram í niðurstöðum rýnihóparannsóknar sem kynntar voru á netfundi Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Ungar konur af erlendum uppruna hér á landi sem hvorki stunda nám né eru með atvinnu hafa búið við margþættar hindranir í íslensku samfélagi í gegnum kerfisbundna aðgangsstýringu og útilokun. Þetta kemur fram í niðurstöðum rýnihóparannsóknar sem kynntar voru á netfundi Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins í gær.

Eru samfélagslegar hindranir sem ungu konurnar búa við sagðar tengjast viðhorfi og viðmóti Íslendinga í garð innflytjenda sem konurnar upplifi niðurlægjandi og útilokandi. Þá virðist stofnanabundnar hindranir aftra konunum einna helst frá ríkri samfélagslegri þátttöku.

„Konurnar upplifa fjölþætta útskúfun úr íslensku samfélagi á grundvelli uppruna síns bæði frá íslenskum almenningi og stofnunum samfélagsins. Á sama tíma er gerð krafa um ríka sjálfsbjargarviðleitni í kerfi sem er flókið, óaðgengilegt og óhagstætt útlendingum. Kerfið og stofnanir samfélagsins eru sömuleiðis ósveigjanlegar og virðast ekki endurspegla lýðfræðilega samsetningu samfélagsins. Konurnar búa við kerfisbundinn ójöfnuð sem kemur í veg fyrir að þær geti tekið fullan þátt í íslensku atvinnulífi og samfélagi,“ segir meðal annars í umræðukafla skýrslu um rannsóknina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »