Tvö tilboð bárust vegna Akureyrarflugvallar

Frá skóflustungunni sem gerð var í júní.
Frá skóflustungunni sem gerð var í júní. Ljósmynd/Isavia

Tvö tilboð bárust Isavia um viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin bárust frá verktakafyrirtækjunum Húsheild og Hyrnu.

Fram kemur í tilkynningu frá Isavia að tilboð Húsheildar hafi hljóðað upp á tæpar 865 milljónir króna en tilboð Hyrnu upp á rúmar 810 milljónir króna.

Verkefnið felur í sér viðbyggingu við núverandi flugstöð og breytingu á núverandi húsnæði flugstöðvarinnar og nánasta umhverfi. Fyrsta skóflustunga að viðbyggingunni var tekin í júní síðastliðnum.

Frá vinstri; Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli, Sigurður Ingi Jóhannsson, …
Frá vinstri; Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Sigrún Björk Jakobsdóttir. Ljósmynd/Isavia

Verði lokið 2023

„Nú verður farið ítarlega yfir þessi tvö tilboð sem bárust,“ er haft eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra innanlandsflugvalla hjá Isavia.

„Verkefnið sem hér um ræðir er 1.100 fermetra viðbygging við flugstöðina með góðri aðstöðu fyrir toll og lögreglu, fríhöfn og veitingastað. Áætlað er að heildarverkefninu verið lokið síðsumars 2023.“

Meðfylgjandi myndir frá skóflustungu vegna verkefnisins frá 15. júní síðastliðnum. Á annarri myndinni eru 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert