Elsti maður í Heimi

Árni er að smíða stórt líkan af sóknarkirkju sinni, Silfrastaðakirkju.
Árni er að smíða stórt líkan af sóknarkirkju sinni, Silfrastaðakirkju. Ljósmynd/Eyþór Árnason

Árni Bjarnason á Uppsölum er elsti maður í Heimi. Hann varð níræður síðastliðinn mánudag. Heimur er hafður með stórum staf með vísan til Karlakórsins Heimis í Skagafirði enda vitað að Árni er ekki elsti maður í heimi með litlum staf.

„Þeir tóku frábærlega á móti mér, voru mér góðir eins og alltaf hefur verið. Þeir héldu mér tertuveislu og svo flutti formaðurinn mikla lofræðu. Það má lengi gera úlfalda úr mýflugu,“ segir Árni þegar hann er spurður um móttökur kórfélaga þegar hann mætti á æfingu á mánudagskvöldið en níræðisafmælið bar einmitt upp á mánudaginn.

Sungu fram í andlátið

Árni byrjaði í karlakórnum árið 1959 og hefur því sungið með honum í yfir sextíu ár. Ekki segist hann vita hvort starfandi kórfélagar hafi áður náð að verða 90 ára. Telur það þó líklegt og nefnir að stofnfélagarnir hafi lengi sungið, sumir fram í andlátið.

Árni er ánægður með félagsskapinn í Heimi en segist þó vera farinn að huga að því að hætta. „Maður verður að hafa vit á því að hætta áður en maður verður svo vitlaus að halda að maður sé ómissandi,“ segir hann og reiknar með að þessi vetur verði hans síðasti í kórnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »