Örvunarbólusetning næstu fjórar vikur

Allt er til reiðu í höllinni fyrir átakið næstu vikur.
Allt er til reiðu í höllinni fyrir átakið næstu vikur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allt er klappað og klárt í Laugardalshöll þar sem næstu fjórar vikur er stefnt að því að bólusetja tæplega 120 þúsund manns með örvunarskammti af bóluefnum Pfizer og Moderna.

Faraldurinn hefur verið í töluverðri sókn undanfarið, hvað varðar fjölda smitaðra hið minnsta. Alls greindust 136 smitaðir innanlands á laugardag, sem er þó lægri tala en þær sem sáust í liðinni viku.

Leiðin að hjarðónæmi

Sóttvarnalæknir hefur sagt gögn benda til þess að þriðji skammtur bóluefnis geti gert útslagið hvað varðar hjarðónæmi þjóðarinnar gegn kórónuveirunni. Tíu þúsund manns verða bólusett á dag, alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, næstu fjórar vikurnar.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist lítið stressuð út af komandi vikum. Meginþorri starfsliðsins sem kemur að bólusetningunni hafi unnið að þessu í vor og reynslan sé því fyrir hendi. „Við teljum að þetta verði lítið mál, það þarf bara að koma vélinni í gang,“ segir Ragnheiður.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »