Gera sér ekki grein fyrir hættunni

Seljalandsfoss.
Seljalandsfoss. mbl.is/Þorsteinn

Mikil þörf er á uppbyggingu við Seljalandsfoss til að tryggja öryggi ferðamanna. Þá er bæði þörf á að byggja upp stígakerfi, útsýnispalla og handrið en einnig að byggja upp varnir gegn grjóthruni. Úrbóta er einnig þörf við fossinn Gljúfrabúa, sem er skammt frá Seljalandsfossi.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í hættumati á ferðamannastöðum í Rangárþingi eystra. Skýrslan var unnin af Guðrúnu Guðjónsdóttur, nema í umhverfisfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og unnið í samvinnu við sveitarfélagið. Fjallað er um Skógafoss, Seljalandsfoss, Gljúfrabúa, Gluggafoss og Landeyjasand, en fyrstnefndu staðirnir eru meðal mest sóttu ferðamannastaða á landinu.

Ekki tilkynnt um grjóthrun

Vinsælt er að ganga á bak við Seljalandsfoss og segir í skýrslunni að ætla megi að þeir gestir sem gangi á bak við fossinn geri sér á engan hátt grein fyrir þeirri hættu sem er á grjóthruni úr bergveggnum. „Þrátt fyrir að staðkunnugir hafi vitneskju um að grjóthrun sé nokkuð algengt við Seljalandsfoss er það almennt ekki tilkynnt formlega,“ segir í skýrslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert