Vonast eftir góðum desember

Frá undirbúningi í Bláfjöllum í gær.
Frá undirbúningi í Bláfjöllum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsfólk í Bláfjöllum fagnaði snjókomunni í vikubyrjun meðan margir aðrir á höfuðborgarsvæðinu pirruðu sig á umferðarteppu samfara ofankomunni. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, segir að nú sé unnið að hefðbundnum undirbúningi fyrir vetrarvertíðina.

Enn vantar snjó í skíðabrekkurnar svo hægt sé að renna sér af öryggi á skíðum og brettum. Einhverjir hafa notað síðustu daga til skíðagöngu, en Magnús segir að til þessa hafi aðeins verið hægt að troða gönguspor með vélsleða en ekki troðara.

Samkvæmt veðurspá er líklegt að rigni nokkuð fram á morgundaginn á láglendi á höfuðborgarsvæðinu, en Magnús gerir sér vonir um að á sama tíma fenni duglega í Bláfjöllum. Hann gerir sér vonir um að fyrr en seinna verði hægt að opna þar, en oft hafi verið hægt að skíða í Bláfjöllum i desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert